Færslusafn

Um foreldrafélagið

 

Markmið:

Markmið Foreldrafélags Lundarskóla er eins og segir í lögum félagsins, að stuðla að vellíðan allra nemenda skólans og tryggja þeim sem jafnasta stöðu.

 

Þessu markmiði getur félagið m.a. náð með því:

að stuðla að góðu samstarfi milli skólans, nemenda og foreldra/forráðarmanna þeirra.

að stuðla að framkvæmdum í þágu skólans.

að halda fundi, þar sem fjallað er um ýmis uppeldisleg málefni.

að veita aðstoð í daglegu starfi skólans, við félagsstörf og skemmtanir nemenda.

að örva og styðja við menningarlíf innan skólans, svo sem bókmenntir og listir, eða hvað annað sem að gagni kemur.